Gengið til samninga vegna uppbyggingar við Norðurgötu

Gengið til samninga vegna uppbyggingar við Norðurgötu

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar um uppbyggingu á lóðinni Norðurgötu 5-7.

Þrjár tillögur bárust, allar frá Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, um uppbyggingu fjölbýlishúss á lóðinni. Allar taka þær tillit til (eins og hægt er) að „halda skuli yfirbragði svæðisins og vera í samræmi við aðliggjandi húsaraðir“.

Hér má sjá kynningar á hugmyndunum þremur og myndir: Hugmynd 1Hugmynd 2 Hugmynd 3

Hugmynd 1:
-Hús með kjallara/bílakjallara og eru íbúðarhæðirnar 2 ásamt íbúðarhæfu risi.
-Bílakjallari getur hýst 16 bifreiðar og geta verið allt að 16 íbúðir í húsinu.
-Lyfta kemur í húsið er gengur frá kjallara/bílakjallara og upp að íbúðum í risi.
-Staðsetning húss er 0,6m innan við gangstétt og er 1. hæð þess um 1,65m ofan gangstéttar en reiknað er með að innganga frá gangstétt sé að lyftu/stiga þannig að ferilmálum samkv. algildri hönnun er
fullnægt.
-Innganga inn í íbúðirnar eru að vestan um inngangssvalir ásamt sérsvölum fyrir íbúðir.
-Reisulegir kvistar eru á húsinu sem minna á eldri byggingar á þessu svæði.
-Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
-Lóð hússins er að mestu staðsett ofan á þaki bílakjallara sem er graslagt.
-Mesta hæð ofan gangstéttar (í ris) er 12,79m en hæð í langvegg er 7,82m.
-Íbúðir eru um 1500m2 en kjallari/bílakjallari er um 950m2.

Hugmynd 2:
-Hús með kjallara/bílakjallara og eru íbúðarhæðirnar 2 ásamt íbúðarhæfu risi er tengjast íbúðum á 2.
hæð.
-Bílakjallari getur hýst 12 bifreiðar og geta verið allt að 12 íbúðir í húsinu.
-Lyfta kemur í húsið er gengur frá kjallara/bílakjallara og upp að íbúðum á 2. hæð.
-Staðsetning húss er 0,6m innan við gangstétt og er 1. hæð þess um 1,25 ofan gangstéttar en reiknað er
með að innganga frá gangstétt sé að lyftu/stiga þannig að ferilmálum samkv. algildri hönnun er
fullnægt.
-Innganga inn í íbúðirnar eru að vestan um inngangssvalir ásamt sérsvölum fyrir íbúðir.
-Þakhalli er 25 gráður en engir kvistar eru á húsinu.
-Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi
í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
-Lóð hússins er að mestu staðsett ofan á þaki bílakjallara sem er graslagt.
-Mesta hæð ofan gangstéttar er 10,45m (í ris) en hæð í langvegg er 6,18m.
-Íbúðir eru um 1000m2 en kjallari/bílakjallari er um 950m2.

Hugmynd 3:
-2 hús á tveimur hæðum og stendur annað þeirra á lóð Norðurgötu 5 – 7 en hitt á lóð nr. 3 við
Norðurgötu.
-Bílastæði eru á lóð húsanna og eru þau alls 8 en í húsunum geta verið allt að 8 íbúðir.
-Staðsetning húsanna – sjá nánar meðf. teikningar.
-Húsin eru staðsett ca. 0,15m ofan gangstéttar.
-Ferilmál eru samkv. algildri hönnun.
-Innganga inn í íbúðirnar á 1. hæð er beint frá lóð en stigar koma á stafna fyrir inngöngu 2. hæðar.
-Þakhalli er 25 gráður en engir kvistar eru á húsinu.
-Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi
í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
-Mesta hæð ofan gangstéttar er 8,58m (í ris) en hæð í langvegg er 6,18m.
-Íbúðir eru um 800m2.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó