Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í sumar

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í sumar

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins í sumar.

Um er að ræða tímabilin 1. – 30. júní og 1. – 31. ágúst 2020.
Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf.

Vegna aðstæðna er einungis tekið við umsóknum frá listamönnum sem eru nú þegar staðsett á landinu. Verð fyrir mánuðinn er 80.000 kr.
Umsóknarfresturinn er opinn og umsóknir metnar eins fljótt og hægt er.

Til að sækja um vinsamlegast sendið tölvupóst á studio.akureyri@gmail.com með stuttri lýsingu á því sem listamaður hyggst vinna að auk sýnishorni á fyrri verkum í formi heimasíðu eða .pdf skjali.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna má sjá HÉR.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó