Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Gestir koma næst í betrumbætt Amtsbókasafn

Gestir koma næst í betrumbætt Amtsbókasafn

Þrátt fyrir að Amtsbókasafnið á Akureyri sé lokað almenningi um þessar mundir vegna Covid-19 er tíminn þar nýttur vel. Á vef Akureyrarbæjar segir að miklar breytingar hafa þegar verið gerðar á safninu.

Sjá einnig: Sérbúningsklefi og klefi fyrir fatlað fólk í Sundlaug Akureyrar

Á 2. hæð safnsins hefur lesaðstaða sem var í norðurhluta verið færð í suðurhluta. Við þetta voru allar hillur færðar til og rúmlega 10 þúsund bindi bóka hafa fengið nýjan stað. Með þessum tilfæringum eykst rými fyrir setusvæði og er ætlunin að fjölga borðum og stólum. Gestir geta því í auknum mæli notað safnið til vinnu og afþreyingar af ýmsu tagi og notið útsýnisins.

Mikið af safnefni hefur undanfarna daga verið flutt til um leið og búið er til meira pláss. Nú þegar hefur ein geymsla á 2. hæð verið tæmd og er hugmyndin að nota rýmið fyrir aðra starfsemi í framtíðinni, til dæmis fundahöld eða klúbbastarf. Þá hafa verið gerðar breytingar á kaffistofu starfsfólks, skipt um ljós í anddyri safnsins, málaðir útstillingarkassar, auk þess sem tíminn hefur verið nýttur til að fara vel yfir safnkostinn og hillumerkingar, gera við bækur og grisja.

 „Allar þessar breytingar stuðla að því að við tökum vel á móti gestum okkar með breyttu og bættu safni þegar Covid-19 faraldurinn er afstaðinn,“ segir Sigrún Ingimarsdóttir, settur amtsbókavörður, á vef bæjarins.

Myndir af framkvæmdum í Sundlauginni og á Amtsbókasafninu má sjá á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó