Gilfélagið auglýsir eftir þeim sem var hafnað

Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni „Salon des Refusés“ í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða Sumarsýningu Listasafnsins, laugardaginn 10. júní, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.

Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: gilfelag@listagil.is – Gilfélagið óskar eftir mynd af verki eða tengdu verki ásamt stuttum texta um listamanninn. Öllum er velkomið að taka þátt.

Sýningunni er ætlað að endurspegla hvað listamenn á Norðurlandi eru að fást við þessa stundina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó