Gistiheimili á Akureyri greiddi ekki laun og lét starfsmann sofa inni hjá eiganda

Gistiheimilið Our Guesthouse á Akureyri var með tvær erlendar ungar konur í vinnu hjá sér launalaust síðastliðið haust. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Konurnar komu frá Póllandi og Ungverjalandi og höfðu ekki laun samkvæmt kjarasamningum. Talið er að fjölmörg erlend ungmenni komi hingað til lands og vinni launalaust gegn því að fá fæði og húsnæði. Önnur kvennana gisti í opnu rými í húsnæði eiganda gistiheimilisins. Hún fór af landi brott þegar upp komst um málið.

Upp komst um málið þegar stéttafélagið Eining Iðja og skattayfirvöld fóru að grennslast fyrir og er gistiheimilið nú til skoðunar hjá þeim. Eigandi gistiheimilisins vildi ekki tjá sig um málið. Það virðist vera algengt að íslenskir atvinnueigendur, aðallega í ferðaþjónustu og landbúnaði, óski eftir sjálfboðaliðum á heimasíðum líkt og Workaway en önnur kvennanna kom til landsins í gegnum þá síðu.

Our Guesthouse – gistiheimili á Akureyri


UMMÆLI

Sambíó