beint flug til Færeyja

A! Gjörningahátíð haldin á Akureyri í þriðja sinn

Arna Valsdóttir

A! Gjörningahátíð verður haldin á Akureyri í þriðja sinn dagana 31. ágúst – 3. september 2017 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavik Dance Festival og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þátttakendur eru: Arna Valsdóttir og Suchan Kinoshita, Gabrielle Cerberville, Gjörningaklúbburinn, Heiðdís Hólm, Katrine Faber, Magnús Logi Kristinsson, Voiceland – Gísli Grétarsson, Mareike Dobewall og Hymnodia, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rúrí, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv-K. Nome.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni sem meðal annars fara fram í  Listasafninu  á Akureyri, Ketilhúsi, Deiglunni, Samkomuhúsinu, Hofi, Rósenborg og Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hátt í 2.000 ánægðir gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga. Vídeólistahátíðin Heim verður jafnframt haldin á Akureyri á sama tíma auk viðburða utan dagskrár (off venue) um allan bæ.

A! Gjörningahátíð er styrkt af Myndlistarsjóði.

VG

UMMÆLI