Gjörningahátíð og Dekurdagar á Akureyri um helgina

Gjörningahátíð og Dekurdagar á Akureyri um helgina

Dekurdagar og A! Gjörningahátíð hófust á Akureyri í gær og ná hápunktum sínum um helgina. Á vef Akureyrarbæjar segir um viðburðina:

Dekurdagar hafa fest sig vel í sessi en þessa löngu helgi leyfir fólk sér að njóta alls kyns dekurs saman. Hægt er að velja um fjölda viðburða sem gleðja hjartað á meðan verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmis konar dekurlega afslætti. Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008 og eru stór styrktaraðili Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Fylgist með á Facebook síðu Dekurdaga þar sem m.a. má sjá fjölda tilboða sem verða í boði. Dekurdagar á hallóakureyri.is.

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í áttunda sinn, og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis er inn á alla viðburði. Hér má sjá dagskrá A! 2022.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó