Fyrsta kráarkvöldið á Hlíð í nærri 2 ár var haldið í gær. Íbúar og starfsfólk dönsuðu, sungu, hlóu og skemmtu sér konunglega.Hljómsveitin Hlíðin mín fríða steig á stokk við gleði íbúanna.
Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, viðburðastjóri á Hlíð segir í samtali við fréttastofu RÚV að brosin hafa skinið á hverju andliti. „Stemningin var náttúrlega bara frábær. Þetta er í fyrsta skiptið sem við vorum með krárkvöld síðan í febrúar 2020. Þannig að það var mikil gleði og mikið dansað,“ segir Ásta.
UMMÆLI