Prenthaus

Glerárgötu breytt úr fjórum akreinum í tvær

Glerártorg

Glerártorg stendur við Glerárgötu

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var kynnt á sérstökum skipulagsfundi í Hofi í gær, þriðjudaginn 28. mars. Farið var yfir hina ýmsu þætti sem skipulagið kemur inn á og fólk beðið að hafa í huga að skipulagið er á frumstigi. Skipulagið er sett fram 12 ár í senn, þó er það verk nýrrar bæjarstjórnar hverju sinni að endurskoða aðalskipulag og gera á því breytingar í síðasta lagi ári eftir kosningar, sem þýðir að það er mögulegt að fá skipulaginu breytt.

Eitt af því sem fram kemur í skipulaginu er að stefnt sé að því að bæta umferðaröryggi við Glerárgötu. Á 550 metra kafla frá Kaupvangsstræti norður að gatnamótum Grænugötu og Smáragötu er áætlað að Glerárgötu verði breytt úr fjórum akreinum í tvær. Um leið verður tryggt að hægt verði að breikka götuna á ný í fjórar akreinar ef þörf krefur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó