Origo Akureyri

Góð gátt inn í suður Spán og frábærir tengimöguleikar um Evrópu

Góð gátt inn í suður Spán og frábærir tengimöguleikar um Evrópu

Norðlenska flugfélagið Niceair tilkynnti fyrr í dag áætlunarflug til Alicante og Düsseldorf frá Akureyrarflugvelli. Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Niceair segir staðina bjóða upp á ýmislegt.

Flogið verður vikulega á báða staði, en flug til Alicante hefst 11. apríl en 6. maí til Dusseldorf.

„Við erum að bjóða nýjan áfangastað í sólina frá Akureyri, en við munum gera hlé á flugi til Tenerife á sama tíma. Alicante er mjög góð gátt inn í suður Spán þar sem Torrevieja, Benidorm og Valencia eru öll skammt frá. Dusseldorf býður síðan í senn frábæra tengimöguleika um allan heim og stutt er til Luxemborgar, Belgíu og Hollands, auk þess sem Köln og Dusseldorf eru fallegar miðaldaborgir og vinsælir áfangastaðir. Þá liggur Dusseldorf í hjarta Rheinland-Westfalen, sem er stórt upptökusvæði fyrir Íslandsfara frá Þýskalandi,” segir Helgi Eysteinsson, sölu – og markaðsstjóri Niceair.  

Niceair hóf flug til Danmerkur og Spánar frá Akureyri í byrjun júní.  Sætanýting hefur verið um 73 prósent frá upphafi og reksturinn gengið umfram væntingar. Eigendur félagsins eru mörg stærri fyrirtækja á Norðurlandi, þmt Höldur, Kaldbakur, KEA, Rafeyri, Frost ofl.  Framkvæmdastjóri er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó