NTC netdagar

Góð helgi í kvennakörfunni

heidajordan

Góð helgi að baki hjá Heiðu og stöllum hennar. Mynd: ÞórTV

Kvennalið Þórs í körfubolta lék tvo leiki um nýliðna helgi þar sem Fjölniskonur komu í heimsókn í Síðuskóla en leikið var á laugardag og sunnudag.

Það er óhætt að segja að Þórsliðið hafi ekki sýnt Fjölniskonum mikla gestrisni því Þór vann tvo örugga sigra.

Í fyrri leiknum hafði Þór mikla yfirburði og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Lokatölur 64-50. Í seinni leiknum var fæðingin örlítið erfiðari því Fjölniskonur höfðu frumkvæðið framan af. Þórskonur sigldu hinsvegar fram úr í síðustu tveim leikhlutunum og unnu að lokum fjórtán stiga sigur, 66-52.

Úrslit helgarinnar þýða að Þór er komið í 2.sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki en næsti leikur liðsins er gegn KR næstkomandi laugardag.

Stigaskor Þórs í seinni leiknum: Fanney Lind Thomas 18, Heiða Hlín Björnsdóttir 14, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11, Rut Herner Konráðsdóttir 10, Erna Rún Magnúsdóttir 8, Thelma Hrund Tryggvadóttir 5.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó