Göngugatan verður lokuð fyrir bílaumferð næsta sumar

Göngugatan verður lokuð fyrir bílaumferð næsta sumar

Mikið hefur verið tekist á um hvernig bílaumferð skyldi háttað í göngugötunni þetta sumarið eins og oft áður. Niðustaðan varð sú að ekki yrði lokað fyrir bílaumferð um hana þetta sumarið, ýmsum til mikillar óánægju. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur nú hins vegar samþykkt að sumarið 2024 verði göngugatan lokuð fyrir bílaumferð alla daga yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Þetta tilkynnir Hilda Jana bæjarfulltrúi í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni:

„Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti samhljóða breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr., verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst frá 11 – 19 sumarið 2023. Jafnframt að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kölluð göngugatan, verði lokuð alla daga, allan sólahringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó