Göngugötunni ekki lokað fyrir bílaumferð í allt sumar

Göngugötunni ekki lokað fyrir bílaumferð í allt sumar

Fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, L-listans og óháðra í Skipulagsráði Akureyrar felldu í gær tillögu um breytingu á reglum um lokun göngugötunnar í miðbæ Akureyrar yfir sumartímann.

Tillagan var sú að göngugötunni yrði lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja allan sólarhringinn í júní til ágúst með undaþágu fyrir ökutæki hreyfihamlaðra, slökkvi- og sjúkraliðs, og rekstraraðila í miðbænum vegna aðfanga.

Hilda Jana Gísladóttir lagði fram tillöguna en hún segir það ekki koma á óvart að hún hafi verið felld.

„Göngugatan í hjarta bæjarins á að iða af mannlífi, ekki síst að sumri til, þar sem notalegt er að dvelja um lengri og skemmri tíma, en það er augljóslega betra án bílaumferðar á þessum 177 metra kafla sem göngugatan er,“ skrifar Hilda Jana á Facebook.


UMMÆLI

Sambíó