Gönguvika á Akureyri

Gönguvika á Akureyri

Árleg gönguvika hefst í dag þar sem boðið er upp á kvöldgöngur um fjölbreytta staði í bæjarlandinu. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu og Ferðafélags Akureyrar. Allar göngurnar byrja kl. 19.00 og taka á bilinu tvær til fjórar klukkustundir.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig á heimasíðu Ferðafélags Akureyrar

Þetta er ellefta árið í röð sem gönguvikan er haldin og hefur aðsókn í göngurnar undanfarin ár verið mjög góð.

Allar nánari upplýsingar er að finna á visitakureyri.is.

Mynd: María T./akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó