Múlaberg

Gordon Ramsay ráðinn til Háskólans á Akureyri

Gordon Ramsay ráðinn til Háskólans á Akureyri

Gordon Neil Ramsay hefur verið ráðinn dósent í fjölmiðlafræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Á vef skólans segir að hann hafi meira en 10 ára reynslu af kennslu og rannsóknum á sviði stefnumótunar fyrir fjölmðla.

Gordon hefur rannsakað breytingar á hlutverki fjölmiðla í kosningum og starfað hjá ráðgjafafyrirtækinu „Media Standards Trust“ þar sem hann vann að rannsóknum og gerð stefnumótunartillagna varðandi sjálfseftirilits breskra fjölmiðla.

Árið 2015 var hann einn stofnenda rannsóknarmiðstöðvar í fjölmiðlum, „Study of Media, Communication and Power“, við Kings College í London. Síðustu ár hefur hann meðal annars starfað við háskólana í Westminster og Goldsmith College ásamt því að vera ráðgjafi stjórnvalda í Bretlandi og Singapore.

Rannsóknir hans eru á sviði blaðamennsku og lýðræðis, hnignun staðbundinna frétta og þá hættu sem blaðamennsku og borgurum stafar af upplýsingamengun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó