Frábær byrjun KA í Pepsi Max deild karla í fótbolta hélt áfram í gær. KA unnu sannfærandi 2-0 sigur á ÍA og eru nú í þriðja sæti deildarinnar á eftir Val og Víkingi.
Valur og Víkingur hafa þó spilað fleiri leiki en KA og með sigrum í leikjunum sem KA á inni getur liðið tyllt sér í toppsæti deildarinnar.
Dusan Brkovic og Ásgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk KA í gær í leiknum sem fór fram á Akranesi. Næsti leikur KA er stórleikur gegn toppliði Vals á Greifavellinum á Akureyri á sunnudaginn.
„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið,“ sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
UMMÆLI