Gott skíðafæri í Hlíðarfjalli

Opið er í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri á milli klukk­an 10 og 16 í dag. Einn stærsti dag­ur vetr­ar­ins var í gær og er stefnt á álíka fjör í dag.

Gott færi er í braut­um og spáð er vægu frosti og nán­ast logni í dag. Aðstæður til skíðaiðkun­ar í dag eru því mjög góðar, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Hlíðarfjalli.

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Sigluf­irði verður einnig opið í dag frá kl 11 til 16.


UMMÆLI