Götulokanir á Akureyrarvöku

Akureyrarvaka fer fram á föstudag og laugardag. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.

Frá kl. 18 föstudaginn 24. ágúst verður Listagilið lokað vegna uppsetningar sviðsvagns sem verður neðst í götunni og lokast þar með einnig göngugatan. Sviðsvagninn verður fjarlægður aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst og opnast þessar leiðir kl. 10 um morguninn.

Sjá einnig: Margs konar viðburðir á Akureyrarvöku

Frá kl. 20-24 föstudaginn 24. ágúst verður Hafnarstræti lokað frá Austurbrú að Suðurbrú vegna draugahúss í Samkomuhúsinu.

Leiðir að Ráðhústorgi verða lokaðar frá kl. 11-19 laugardaginn 25. ágúst, þ.e. Skipagata að hluta, Strandgata að hluta og Túngatan að hluta.

Bílastæði eru meðal annars við:

  • Menningarhúsið Hof
  • Ráðhúsið
  • Skipagötu
  • Hofsbót
  • Austurbrú

Almenningssalerni verða á eftirtöldum stöðum:

  • Undir kirkjutröppunum
  • Menningarhúsið Hof (aðgengi fyrir fatlaða)
  • Bílastæði við Skipagötu (aðgengi fyrir fatlaða)
  • Listasafnið á Akureyri (aðgengi fyrir fatlaða)

Vakin er athygli á því að samkvæmt 12. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald er óheimilt að fara með hunda á samkomur eins og Akureyrarvöku.

Umferð dróna er bönnuð nema með leyfi hátíðarhaldara og flugturns Akureyrarflugvallar.

Dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.akureyrarvaka.is.

Fréttatilkynning af vef Akureyrarbæjar.

UMMÆLI