Grátandi gróða business!

Sigurður Guðmundsson skrifar

Af hverju á ákveðin tegund atvinnurekstrar að vera undanþegin virðisaukaskatti. Hér er allt búið vera á hvínandi ferð undanfarin ár. Menn og konur hafa þurft skóflur í þessum rekstri sem hæst láta þessa dagana til að ferja gróðann. Sú atvinnugrein sem hefur setið eftir er verslunin tengd ferðamönnum. Þar er aukningin í engu samræmi við aukinn fjölda ferðamanna. Gisting og samgöngur ásamt veitingageiranum eru þeir sem njóta þessa mikla massa sem hingað kemur til heimsóknar. Verslunin hefur borgað virðisauka frá upphafi en ákveðnar greinar ekki. Það er í meira lagi ósanngjarnt.

Hættið þessu væli og það er ekki líðandi eina ferðina enn að etja saman landsbyggðum og höfuðborgarsvæði. Við veljum okkur búsetu og þurfum ekki ríkisaðstoð til að standa í lappirnar. Gráturinn sem heyrist þessa dagana er aumkunarverður. Kannski væri betra að fá hér betur borgandi ferðamenn sem koma sér út á land. Þegar meðaldvalartími ferðamanna er kominn niður fyrir fjórar gistinætur er ekki við öðru að búast en að þeir haldi sig innan borgarmarkanna. Virðisaukaskattur hefur ekkert með það að gera.

Það er kannski það eina að væntanlegar skattahækkanir hefðu þurft aðeins lengri tíma til fullgildingar. Tvö ár hefði verið betri tími til aðlögunar.

Njótið helgarinnar.

-Þessi pistill er aðsend grein.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó