Greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur fyrir málskostnað

Ungur drengur styður sig við handrið á Þórsvelli. Mynd: Óðinn Svan.

Hæsiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Harjit Delay. Harjit krafðist skaðabóta frá Fasteignum Akureyrarbæjar eftir að hann féll úr stúku á Þórsvelli árið 2014. Harjit er stuðningsmaður FH en FH og Þór mættust í Pepsi deild karla þann 14. september 2014.

Harjit ætlaði sér að gefa Jóni Ragnari Jónssyni þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni fimmu úr stúkunni. Hann beygði sig yfir handrið sem girðir stúkuna af og er 82 cm hátt auk þess að standa á steyptum kanti sem er 32 cm.

Mat héraðsdóms á sínum tíma var að hæð handriðsins skipti ekki máli ef áform Harjit voru að gefa leikmanni fimmu. Útilokað væri að gefa leikmanni fimmu úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu. Harjit þótti því hafa sýnt af sér stórkostleg gáleysi.

Harjit féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju og braut þrjár tennur. Hann krafðist skaðabóta frá Fasteignum Akureyrar á þeim grundvelli að handirð stúkunnar uppfyllti ekki byggingareglugerð. Hann taldi að ekki væri hægt að líta á steyptan kant sem hluta af handriðinu.

Héraðsdómur féllst ekki á þssi sjónarmið. Þar segir að þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna og Harjit sé ekki barn. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október árið 2016 en því var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm í dag. Dómur Héraðsdóms var þar staðfestur auk þess sem Harjit var gerður skyldugur til að greiða Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Sambíó

UMMÆLI