Greifinn lokar tímabundið vegna smits

Greifinn lokar tímabundið vegna smits

Covid-19 smit hefur greinst í starfsmannahópi veitingastaðarins Greifans á Akureyri. Staðurinn mun vegna þessa loka tímabundið samkvæmt leiðbeiningum sóttvararyfirvalda.

Eitthvað af starfsfólki staðarins mun fara í sóttkví og í tilkynningu frá staðnum segir að beðið sé frekari fyrirmæla frá yfirvöldum um næstu skref.

Gestir sem heimsóttu Greifann á mánudagskvöldið sextánda ágúst eru beðnir um að gæta sérstaklega vel að sér.

UMMÆLI

Sambíó