Greifinn styrkir Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri

Greifinn styrkir Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri

Eigendur Greifans færðu í dag Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri 300.000 kr að gjöf. Jóhannes Bjarnason tók við gjöfinni fyrir hönd Hollvinasamtakanna.

Í tilkynningu frá Greifanum segir að gjöfin verði nýtt í kaup á beinþynningamæli fyrir sjúkrahúsið.

„Á hverju ári þurfa fjöldi manns af landsbyggðinni að fara suður til að komast í beinþynningamæli og er því þarfaþing að við fáum svona tæki til Akureyrar. Þótt árferðið sé eins og það er og rekstur veitingastaða erfiður í þeim fjöldatakmörkunum sem hafa verið nauðsynlegar í baráttunni við Covid 19 þá viljum við leggja okkar af mörkum og hvetjum önnur fyrirtæki til að gera það sama. Einnig viljum við minna á hægt er að skrá sig í Hollvinasamtökin á heimasíðu SAK en árgjaldið er einungis 5.000 kr.,“ segir í tilkynningunni.

Eigendur Greifans færðu í dag Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri 300.000 kr að gjöf og tók Jóhannes Bjarnason við…

Posted by Greifinn Veitingahús on Wednesday, December 9, 2020
Sambíó

UMMÆLI