Greta Salóme og Júlí Heiðar með Tónlistarsmiðju í Hofi fyrir börn

Greta Salóme og Júlí Heiðar með Tónlistarsmiðju í Hofi fyrir börn

Upptakturinn á Akureyri og Menningarhúsið Hof bjóða upp á Tónlistarsmiðju í Hofi sunnudaginn 28. janúar. Tónlistarsmiðjan er fyrir öll börn í 5-10 bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra sem vilja kynnast því hvernig hægt er að semja tónlist, greina form laga, semja lagbút í hópi og fá hugmyndir að því að semja eigin lag.

Leiðbeinendur smiðjunnar eru engir aðrir en tónlistarfólkið Greta Salóme og Júlí Heiðar. Gretu Salóme þekkja allir Íslendingar enda hefur hún tvisvar sinnum verið fulltrúi Íslands í Eurovision. Greta er tónlistarstjóri UPPTAKTSINS á Akureyri og hefur verið síðan 2021. Júlí Heiðar leikur á trommur, gítar, píanó, saxófón, klarinett og ukulele auk þess sem hann syngur og er menntaður leikari. Stærstu lögin hans eru án efa lagið Ástin heldur vöku og Ég er sem hann söng með Kristmundi Axel.

Öll börn sem vilja læra um að gera sína eigin tónlist ættu að sækja um að taka þátt í Tónlistarsmiðjunni. Umsóknir eru á mak.is en það kostar ekkert að taka þátt.

Það er Menningarfélag Akureyrar sem stendur fyrir viðburðinum sem er styrktur af Sóknaráætlun SSNE. Nánar á mak.is

UMMÆLI