Grieg – elskendur sem aldrei geta mæst

Grieg – elskendur sem aldrei geta mæst

Komið er að leiðarlokum í umfjöllun Adda og Binna um Friheten, Nordahl Grieg og Gerd Grieg. Í þessum þriðja og síðasta þætti um Grieg bætist þriðja aðal söguhetjan við. Sprengjuflugvél með norska skáldið innanborðs er skotin niður yfir Berlín í desember 1943. Á Íslandi bíður Gerd milli vonar og ótta og útgáfa ljóðabókarinnar er í uppnámi. Hvað gerist nú þegar skáldið er horfið af sjónarsviðinu? Hvaða maður kemur inn í líf Gerd eins og riddari á hvítum hesti og hver er sagan á bak við eintakið af Friheten á bókasafni MA?

Þátturinn „Grieg – elskendur sem aldrei geta mæst“ er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó