Grieg – undir heroki kúgaravalds

Grieg – undir heroki kúgaravalds

Gömul, brúnleit ljóðabók leynist í hillu áratugum saman. Lítið fer fyrir bókinni með öllum hinum gömlu skruddunum. Nýrri bækur eru á meira áberandi stað. Þótt bókin láti lítið yfir sér, geymir hún lykil að stórri sögu. Bókin er íslensk með ljóðum eftir norska skáldið Nordahl Grieg. Hann var hermaður í útlegð, eiginmaður leikkonu á flótta og merkisberi frelsisástar. Í nýjum þætti af Sagnalist með Adda & Binna kynna þeir félagar hjónin til sögunnar, ljóðabókina og flótta þeirra undan oki nasista. Og hver veit nema sagan leiði þáttastjórnendur á heimaslóðir?

Grieg – undir heroki kúgaravalds er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.

Sambíó

UMMÆLI