Prenthaus

Gríman felld (smá byggðatuð)

Gríman felld (smá byggðatuð)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar:

Í ávarpi fráfarandi stjórnarformanns ISAVIA var margt upplýsandi og fátt jákvætt. Eiginlega það eina jákvæða að hann sé fráfarandi.

Efnisinntak kveðjuræðunnar afhjúpaði heimóttarlegan hugsanagang borgríkisins sem augljóslega hefur viðgengist innan stofnunarinnar, en ekki síst ævintýralegt skeytingarleysi og vanþekkingu á því stóra verkefni sem felst í þvi að byggja heilt land.

Þjónusta landið allt, enda situr viðkomandi í umboði landsmanna. Beint og óbeint.

Um land allt liggja vannýttir innviðir sem beinlínis hrópa á betri hagnýtingu og arðsemi, en eru vegna þessarar heimóttarlegu nálgunar erfitt að uppskera þar sem aðgengið er stórkostlega skert með þeirri (sturluðu) staðreynd að innviðir þjóðarinnar allrar í millilandaflugi hafa verið byggðir upp á einum stað á landinu, lengst af með skattfé landsmanna, nú síðast með 15 milljarða framlagi úr okkar vösum í fyrra. Sú fjárhæð jafngildir um 8-földu framlagi ríkisins til árlegs rekstrar allra annarra flugvalla landsins.

Vegna þessarar stefnu, sem líkast til er annar stærsti ríkisstuðningur frá landnámi, á eftir pólutískri ákvörðun um staðsetningu ríkisstofnana og höfuðborgar, hefur byggst upp lífleg flughöfn sem ein og sér er umfangsmikil í framkæmdum og mannahaldi, auk þess að hafa leitt til mesta tilflutnings aflaheimilda frá því kvótakerfinu var komið á, vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll.

Það er frískandi að fá svona heiðarlega staðfestingu á and-byggðarlegri uppbyggingu ríkisinnviða, en téður fráfarandi mandarín, hefur skákað í skjóli pólutískra embættisveitinga á kostnað okkar landsmanna frá því hann komst til vits og ára og undir hlýjan pilsfald flokksins.

Það er sem betur fer á enda í þessu embætti og ljóst við hvaða vindmyllur hefur verið barist undangengin ár.

Réttmæt krafa okkar dreifbýlinganna fyrir eðlilegri innviðauppbyggingu millilandasamgangna og jafnræði til atvinnuuppbygginar lítur hjákátlega út í ljósi þessarar ræðu, en loks gott að hindranirnar eru orðnar sýnilegar og verður vonandi Bragarbót á með skipan nýs stjórnarformanns (ef.) Kristján Þór Júlíusson, sem treysta má að viti betur og skilji um hvað ábyrg hagnýtingu heils lands snýst um.

Tækifærin til framtíðar liggja í stærri köku, fyrir fleiri, en ekki aukinni samþjöppun á sama bletti.

Annars léttur og hlakka til frábærs ferðasumars.

Höfundur er framkvæmdastjóri flugfélagsins Niceair

Sambíó

UMMÆLI