Grínkvöld á Græna hattinum á fimmtudag

Á fimmtudaginn næstkomandi verður haldið uppistand á Græna hattinum með yfirskriftinni Grínkvöld ársins.
Þrír þekktir uppistandarar munu koma fram og skemmta gestum staðarins þetta kvöldið. grin

Fram koma Sérfræðingar að sunnan, Þórhallur Þórhallson og Þorsteinn Guðmundsson. Þórhallur sem er sonur okkar ástsælasta grínista, Ladda var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2007 og Þorstein ættu allir að þekkja úr fóstbræðrum.

Með þeim mun svo Fíllinn frumflytja nýtt efni sem heitir Fíllinn allsgáður, þarna misstum við góðan mann. Efni byggt á sannsögulegum heimildum um vín, villtar meyjar og tilhugalíf einbúa í elliblokk á Akureyri.

Græni Hatturinn er vinsælasti tónleikastaður Akureyrar en undanfarið hefur færst í aukana að uppistandarar flytji uppistönd á staðnum.

UMMÆLI

Sambíó