Prenthaus

Gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa 22. ágúst

Gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa 22. ágúst

Lóðarhafar og umráðendur lóða á Akureyri hafa til 22. ágúst næstkomandi til þess að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðamörk að götum, gangstéttum og stígum þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og götumerkingar.

Snyrtingu gróðurs skal vera lokið fyrir 22. ágúst næstkomandi, en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa. Þetta kemur fram í tilkynningu bæjarins.

Hæð undir gróður við gangstéttar skal ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,5 metrar. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó