Múlaberg

Grunnskólar Akureyrarbæjar ekki sett sér sameiginleg viðmið í sóttvarnaráðstöfunum

Grunnskólar Akureyrarbæjar ekki sett sér sameiginleg viðmið í sóttvarnaráðstöfunum

Grunnskólar Akureyrarbæjar og í nágrenni bæjarins hafa ekki sett sér sameiginleg viðmið í sóttvarnaráðstöfunum líkt og gert var á höfuðborgarsvæðinu. Karl Frímannsson, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir að skólastjórnendum sé falið að framfylgja þeim reglum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setti og útfærslurnar séu mismunandi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

„Það eru ólíkar aðstæður í hverjum skóla. Við förum bara upp að þeim mörkum, það er við höldum óskertu skólastarfi en fylgjum náttúrulega reglunum. Skólastjórnendum finnst hins vegar mjög mikilvægt að grípa til allra þeirra aðgerða sem mögulegt er án þess að skerða skólastarf og það er eiginlega það sem okkur ber að gera, okkur ber að halda úti óskertu skólastarfi,“ segir Karl í samtali við fréttastofu RÚV.

Hann segir að starfsfólk skólanna sé orðið vant því að fylgja reglum og takmörkunum. Hann hafi ekki orðið var við það að skólastjórnendur kvíði vetrinum.

Umfjöllun RÚV í heild sinni má finna hér.

Sambíó

UMMÆLI