Guðjón Pétur Lýðsson til liðs við KA

Guðjón Pétur Lýðsson til liðs við KA

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KA. Guðjón kemur til KA frá Val í Reykjavík þar sem hann hefur átt farsælan feril. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA.

Guðjón Pétur er 31 árs og hefur spilað 178 leiki í efstu deild og skorað í þeim 44 mörk.

„Við bjóðum Guðjón Pétur hjartanlega velkominn í KA og hlökkum til að sjá hann í gulu í sumar,“ segir á heimasíðu félagsins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó