KIA

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Guðmundur Hólmar Helgason steig nýverið sín fyrstu skref í atvinnumennskunni er hann gekk í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Cesson-Rennes í sumar.

Guðmundur hóf ungur að leika með meistaraflokki Akureyrar og lék stórt hlutverk í liðinu sem varð deildarmeistari árið 2011 en það er eini titillinn í sögu þess félags.

Hann hélt svo suður yfir heiðar og hóf að leika með Val þar sem hann náði meðal annars þeim árangri að verða bikarmeistari.

Guðmundur hefur verið að koma inn í A-landslið Íslands að undanförnu og hefur spilað fjórtán leiki auk þess að eiga fjöldann allan af landsleikjum fyrir yngri liðin.

gudmundur-cession

Guðmundur í búningi Cesson-Rennes

Nærmynd af Guðmundi Hólmari Helgasyni

Kaffið fékk Guðmund til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum? Vinna bikarmeistaratitil 2016 og/eða sigur i fyrsta leik a EM gegn Noregi a fyrsta stórmótinu með landsliðinu.

Mestu vonbrigðin: Tap á móti Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins 2015.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi líklegast aldrei spila með Gróttu…

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Domogaj Duvnjak var algjör hrotti! Nikola Karabatic líka út úr þessum heimi.

Uppáhalds erlenda íþróttalið: Held töluvert upp á Man Utd

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Michael Jordan og Tom Brady koma upp í hugann… Phelps er lika svakalegur.

Fyrirmynd í æsku: Er sneri að sporti; Ólafur Stef og Guðjón Valur. Annars hef ég alltaf litið upp til móður minnar!

Uppáhaldsstaður i heiminum: Eyrarland, Eyjafjarðarsveit Íslandi.

Mest pirrandi andstæðingur: Gunni Mall var og er pain… Baldvin Þorsteins var það lika. Tveir bestu bakkarar sem hafa spilað a Íslandi að mínu mati.

Ertu hjátrúarfullur? Nei get ekki sagt það.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annarri íþrótt, hver væri það? Körfubolta! Dáist að góðum körfubolta! Hef lika gaman af NfL en líftími leikmanna þar er svo stuttur og held að líkami þeirra sé farinn eftir að þeir hætta að spila!

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með:

Í félagsliðum

Markmaður: Hlynur Morthens (Valur)

Vinstra horn: Oddur Gretars (Akureyri)

Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason

Miðjumaður: Heimir Árnason (Akureyri)

Hægri skytta: Geir Guðmundsson/ spilaði lika einn leik með Óla, ætli hann verði þá ekki lika þarna. (Akureyri/Valur)

H horn: Bjarni Fritzson (Akureyri)

Lína: Kári Kristján Kristjánsson (Valur)

UMMÆLI

Sambíó