Prenthaus

Guðríður Sveinsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Guðríður Sveinsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Guðríður Sveinsdóttir, kennari við Giljaskóla á Akureyri, hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2022 í flokknum framúrskarandi kennari.

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á miðvikudag, á alþjóðlegum degi kennara. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara og framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun sem er nýr flokkur í ár. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.

Hársnyrtibraut Verkmenntaskólans á Akureyri hlaut tilnefningu í flokknum framúrskarandi iðn- eða verkmenntun.

Allar tilnefningar má finna á vef Stjórnarráðsins.

UMMÆLI

Sambíó