Gummi Ben á BBC

Gummi Ben á BBC

Akureyringurinn Guðmundur Benediktsson vakti heimsathygli með mögnuðum lýsingum sínum á leikjum karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í sumar. Á meðan á mótinu stóð og á eftir höfðu fjölmiðlar víða að úr heiminum samband við Guðmund og vildu fá hann í viðtal. Á tímabili varð áreitið það mikið að Guðmundur sá sér ekki fært að svara öllum hringingum þar sem hann vildi einbeita sér að EM. Meðal annars fór hann í viðtal í stóran spjallþátt í Þýskalandi í desember þar sem þýskir áhorfendur klöppuðu hann á og  af sviði með Víkingaklappinu fræga. Sjá má brot af því neðst í fréttinni.

Einn stærsti fjölmiðill heims, BBC fékk Guðmund líka í sitt lið og í dag var frumfluttur útvarpsþáttur á BBC World Service þar sem Gummi fer yfir sögu knattspyrnulýsinga frá upphafi, síðustu 90 ár. Hér er hægt að hlusta á þáttinn.

Víkingaklappið tekið í þýskum sjónvarpssal:

UMMÆLI

Sambíó