Færeyjar 2024

Gunnar Gíslason gefur ekki kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum

Gunnar Gíslason gefur ekki kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum

Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðifslokksins í bæjarstjórn Akureyrar, mun ekki gefa kost á sér fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnir Gunnar á Facebook síðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í næstu sveitarstjórnarkosningum og mun því hverfa af þeim vettvangi eftir næstu kosningar, sem verða eftir rétt ár. Ég tilkynni þetta núna svo nægur tími gefist fyrir þá sem vilja taka við að koma sér á framfæri og undirbúa sig,“ skrifar Gunnar.

UMMÆLI

Sambíó