Gunnar Örvar sá um Ólafsvíkinga

Gunnar Örvar setti tvö

Þórsarar eru með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir öruggan 2-0 sigur á Pepsi-deildarliði Víkings úr Ólafsvík en liðin mættust í Akraneshöllinni í gær.

Ólafsvíkingar urðu fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar Gunnlaugur Hlynur Birgisson fékk að líta rauða spjaldið.

Ellefu á móti tíu tóku Þórsarar öll völd á vellinum og framherjinn stóri og stæðilegi, Gunnar Örvar Stefánsson, tryggði Þórsurum sigur með mörkum á 67.mínútu og 81.mínútu.

Víkingur Ólafsvík 0 – 2 Þór
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson (’67 )
0-2 Gunnar Örvar Stefánsson (’81 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Víkingur Ólafsvík (’26 )

Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó