Gunnar segir Hildu Jönu fara með rangt mál

Gunnar segir Hildu Jönu fara með rangt mál

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Hildu Jönu Gísladóttur, fara með rangt mál í færslu sem hún deildi á Facebook síðu sinni um ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um skipulag í Tónatröð. Gunnar segir að honum þyki málið alvarlegt í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um málið. Þetta segir hann í færslu á Facebook-síðu Sjálstæðisflokksins á Akureyri.

Sjá einnig: Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti að úthluta SS Byggir lóðum við Tónatröð án auglýsingar

Gunnar segir að í fyrsta lagi hafi lóðunum ekki verið úthlutað til verktakans heldur sé verktakanum veitt vilyrði fyrir lóðum á svæðinu.

„Það þarf sem sagt að ná samkomulagi um skipulagið sem unnið verður að. Lokaorðið verður alltaf hjá skipulagsráði og bæjarstjórn og það hefur það einnig í för með sér að ef ekki næst samkomulag þannig að verktakinn sjái sér ekki fært að byggja á svæðinu, fellur hann frá því,“ skrifar Gunnar sem segir myndina sem Hilda Jana birtir með færslunni einnig villandi.

Færslu Gunnars má lesa í heild hér að neðan:

https://www.facebook.com/xdakureyri/posts/4726216860743128

UMMÆLI