Hæfnisetur ferðaþjónustunnar – Okkar bestu hliðar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðsins, fræðsluaðila og stórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er verkefni sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Hæfnisetrið greinir þarfir fyrirtækja, mótar leiðir, eykur samvinnu og samræmingu við fræðslu og kemur henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja innan ferðaþjónustu. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar og í víðtækri samvinnu og sátt við hagaðila í samfélaginu. Mikilvægt er að fræðsluaðilar standi fyrir árangursmiðaðri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar. Mat á árangri fræðslu á rekstur fyrirtækja er því einn af hornsteinum nálgunar setursins á fræðslu og hæfniaukningu í fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Í september var undirritaður samstarfssamningur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) við fjórar símenntunarmiðstöðvar um tilraunaverkefni um fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Samstarfsaðilarnir eru Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY), Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir símenntun og Fræðslunet Suðurlands. Tilraunaverkefnið miðar að því að ná til fyrirtækja í ferðaþjónustu með fræðslu og þjálfun af ýmsu tagi. Hæfnisetrið mun sjá um útvegun nýrra og endurbættra verkfæra en megintilgangurinn er að samhæfa verkferla aðila, skiptast á efni, ráðgjöf og öðru sem að gagni kemur til auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu og hvernig ná má til fleiri fyrirtækja í ferðaþjónustu.  Að loknu þessu tilraunaverkefni verður reynsla metin og fleiri fræðsluaðilum boðið í samstarf á þessu sviði.

Hæfnisetrið og SÍMEY ásamt samstarfsaðilum í verkefnunu, Ferðamálastofu, Markaðsstofu Norðurlands og Akureyrarstofa standa fyrir morgunverðarfundur fyrir ferðaþjónustuaðila þriðjudaginn 14. nóvember 2017 kl. 08:30 til 10:00. Fundurinn fer fram í SÍMEY. Markmiðið með fundinum er að  kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi, fræðslumöguleikum innan ferðaþjónustunnar og eiga samtalið. Allir velkomnir.

UMMÆLI

Sambíó