beint flug til Færeyja

Hafa einn dag til þess að ákveða hvort þau treysti sér í útskriftarferð til Ítalíu

Hafa einn dag til þess að ákveða hvort þau treysti sér í útskriftarferð til Ítalíu

Útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri fá minna en sólarhring til þess að ákveða hvort þau sé tilbúinn til þess að ferðast til Ítalíu í útskriftarferð. Þetta kom fram í tölvupósti sem ferðaskrifstofan Tripical sendi á útskriftarnema fyrr í kvöld.

Frá þessu er greint á mbl.is en þar segir að forsaga málsins sé sú að út­skrift­ar­nem­arn­ir hafi átt ferð til Ítal­íu bókaða með Tripical 8. júní næst­kom­andi. Þegar heimsfaraldurinn kom upp hafi nemendur farið að velta því fyrir sér hvort ferðin yrði farin.

Að sögn móður út­skrift­ar­nema sem mbl.is ræddi við hafa nem­arn­ir gengið mikið á eft­ir svör­um frá ferðaskrif­stof­unni en ekk­ert hef­ur heyrst frá Tripical fyrr en í kvöld. Í póstinum sem var sendur er vak­in at­hygli á því að Ítal­ía hafi nú opnað landa­mæri sín og því mögu­legt að fara í ferðina. 

Í póstinum segir að ferð útskriftarnema til Ítalíu sé enn þá bókuð og henni hafi hvorki verið breytt né aflýst.

„Því stend­ur ekk­ert í vegi fyr­ir því fara í um­rædda ferð eins og hún var bókuð til Ítal­íu þann 8. júní nk. Það er Tripical því ánægju­efni að til­kynna að ferðin verður far­inn nema ef nem­end­ur óska eft­ir breyt­ing­um á ferðinni. At­hugið að lá­m­arks­fjöldi þarf að vera að minnsta kosti 175 manns“, seg­ir í póst­in­um.

Nemendum eru boðnir fjórir valkostir ef þeir treysta sér ekki til Ítalíu. Enginn af þeim felur þó í sér fulla endurgreiðslu á ferðinni sem hver nemandi hefur borgað 200 þúsund krónur fyrir.

Nem­end­um er boðið að fara í stað í ferð til Hellu, Ítal­íu eða Krít­ar síðar í sum­ar, að fara held­ur í út­skrift­ar­ferð á næsta ári eða fá inn­eign hjá Tripical. Þá þurfa nem­arn­ir að til­kynna ef þeir vilja ein­hverju breyta fyr­ir klukk­an 14.00 á morg­un.

Sambíó

UMMÆLI