Hafdís vann Íslandsmeistaratitilinn í tímatöku

Hafdís vann Íslandsmeistaratitilinn í tímatöku

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitil í tímatöku í hjólreiðum. Í gærkvöldi, 23. júní, fór fram Íslandsmótið í tímatöku inn í Eyjafirði. Ræst var rétt sunnan við Hrafnagilshverfi og hjólað inn fjörðinn að gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og vestri.

Hafdís sigraði í A-flokk kvenna og nældi sér í Íslandsmeistaratitilinn á tímanum: 00:38:40. Silja Rúnarsdóttir var í öðru sæti á tímanum 00:40:05 og Ágústa Edda Björnsdóttir í því þriðja á tímanum 00:40:05.

Í A-flokk karla sigraði Ingvar Ómarsson á tímanum 00:35:06, Eyjólfur Guðgeirsson var í öðru sæti á tímanum 00:37:19 og Davíð Jónsson í því þriðja á tímanum 00:37:34, en hann var skráður í U23 og er íslandsmeistari í þeim flokk.

Í U23 í kvenna sigraði Bergdís Eva Sveinsdóttir á tímanum 00:46:13 og Natalía Erla Cassata var í öðru sæti á tímanum 00:48:56.

Þórdís Rósa Sigurðardóttir, móðir Hafdísar, sigraði þá í B-flokki kvenna á tímanum 00:51:18 og Thelma Rut Káradóttir var í því öðru á tímanum 00:52:34. Þær koma báðar úr Hjólreiðafélagi Akureyrar.

Í B-flokki karla sigraði Jón Arnar Sigurjónsson á tímanum 00:42:40, Sveinn Otto Sigurðsson var í öðru sæti á tímanum 00:44:00 og Erwin van der Werve frá Hjólreiðafélagi Akureyrar var þriðji á tímanum 00:45:06.

Sambíó

UMMÆLI