Hafþór valinn besti ungi leikmaðurinn

Hafþór valinn besti ungi leikmaðurinn

Hafþór Már Vignisson var valinn besti ungi leikmaður í fyrri hluta Olís-deildarinnar í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Verðlaunin voru valin í samstarfi við HSÍ og Olís.

Sjá einnig: Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar

Hafþór hefur spilað vel með Akureyri í vetur og verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er næstmarkahæsti leikmaður Akureyrar með 55 mörk í vetur.

Þá er Hafþór stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá hefur Hafþór staðið fyrir sínu í varnarleiknum þar sem hann er að skila 3,6 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Hafþór er 19 ára gamall og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Nánar á Akureyri-hand.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó