Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 205 milljónir króna 

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 205 milljónir króna 

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 13,1 milljarðar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarðar.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,3 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri Björgvin Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergþór Bjarnason og Pétur B. Árnason.

Stuðningur við íþróttastarf barna og ungmenna HSÞ

Á aðalfundinum var tilkynnt að Sparisjóðurinn muni styrkja íþróttastarf barna og ungmenna hjá aðildarfélögum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um samtals 11 milljónir króna á árinu.  Nánari útfærsla verður kynnt aðildarfélögunum á næstunni.

UMMÆLI

Sambíó