Hákon Guðni gefur út myndband við lagið Strange Old World

Hákon Guðni gefur út myndband við lagið Strange Old World

Akureyringurinn Hákon Guðni Hjartarson gaf í gær út myndband við lagið sitt Strange Old World. Hákon stundar tónlistarnám  við ICMP háskólann í London. Lagið var hluti af lagakeppni þar sem nemendur úr skólum í London og París sentu inn lög. Lag Hákons stóð uppi sem sigurvegari af um 50 lögum en 10 lög kepptu til úrslita. Í verðlaun fékk hann að taka lagið upp í London og myndband í París.

Hákon segir í samtali við Kaffið.is að ætlunin hafi verið að gefa lagið út fyrr en hann hafi farið til Íslands síðasta sumar og það hafi tafið fyrir. Lagið sé nú yfir ársgamalt.  „Það er mikið búið að gerast á þessum tíma og mörg ný lög komin í skúffuna.“

Hákon klárar annað árið sitt af þremur í skólanum núna í apríl. Hann segist vera með nokkur spennandi verkefni í gangi. „Ég fer að gefa út nýtt efni en ætli fullkomnunaráráttan sé ekki að hægja smá á mér. Annars er ég bara að njóta þess að búa í London og semja eins mikið af tónlist og ég get.“

Lagið Strange Old World samdi Hákon þegar hann var nýfluttur til London. „Það var heldur stærra stökk en ég hafði búið mig undir að flytja frá 20 þúsund manna bæ þar sem allir þekkja alla í þessa stútfullu stórborg. Ég var eitthvað lítill í mér þarna. Lagið snýst um það hvað þetta er skrítinn heimur, maður er svo lítill fiskur í svo stórri tjörn, but you gotta choose your own fate.“

Myndbandið við lagið Strange Old World má sjá hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=NK7P2UJ_MjM

UMMÆLI