Múlaberg

Halda áfram að mótmæla stríðinu í heimalandi sínu

14650230_10210792739795910_2867744429557670707_n

Boðað hefur verið til mótmæla á Ráðhústorgi næstkomandi laugardag klukkan 16 þar sem stríðinu í Sýrlandi verður mótmælt.

Fyrir mótmælunum standa meðal annars flóttamenn frá Sýrlandi sem fluttust nýverið til Akureyrar. Þau segjast hafa fundið fyrir miklum stuðningi og hlýhug síðan þau komu til landsins.

Þetta er í annað sinn sem skipulögð mótmæli fara fram á Ráðhústorginu en sami hópur stóð fyrir mótmælum þann 1.október síðastliðinn.

Í orðsendingu frá Khattab Mohammad segir: ,,Kæru vinir. Takk fyrir veittan stuðning og hlýhug gagnvart Aleppo og Sýrlandi. Við viljum efna aftur til mótmæla á Akureyri laugardaginn 15.október klukkan 16:00.“

Smelltu hér til að melda þig í mótmælin

Sambíó

UMMÆLI