beint flug til Færeyja

Halda leikskólabörnum inni vegna svifryksmengunar

Halda leikskólabörnum inni vegna svifryksmengunar

Leikskólabörn á Akureyri þurfa mörg hver að vera inni nokkra daga á ári vegna svifryksmengunar í bænum. Búist er við því að svifryksmengun fari vaxandi á næstu árum með aukinni umferð á Akureyri. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri á Klöppum, segir í samtali við RÚV að ákvörðun hafi verið tekin að halda yngstu börnunum inni þegar svifryksmengun er há. Sú var raunin í tvo daga í síðustu viku á Klöppum.

„Fólk er misviðkvæmt í öndunarfærum, þá kennarar og svo erum við með nemendur með undirliggjandi sjúkdóma og svo erum við með mjög ung börn,“ segir Drífa við RÚV.

Götur á Akureyri eru nú hreinsaðar oftar en áður með nýjum metanknúnum götusóp en þrátt fyrir það er umferð mikil og flestir keyra um á nagladekkjum

Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, segir í samtali við RÚV að rætt hafi verið um að hafa uppi hvatningu og tilmæli til bílstjóra. „Við höfum ekki vilja hafa uppi boð og bönn. Við höfum talað um að hvetja fólk til að keyra hægar þegar það eru svona aðstæður eða skilja bílinn eftir heima.“

Nánari umfjöllun um málið má finna á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI