Hallgrímur hjálpaði Lyngby að næla í brons

Hallgrímur Jónasson

Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk um helgina en spennan um dönsku meistaratignina var lítil þar sem FCK tryggði sér efsta sætið fyrir þónokkru síðan.

Stórleikur lokaumferðarinnar var leikur Lyngby og Midtjylland sem mættust í hreinum úrslitaleik um 3.sæti deildarinnar, sem gefur auk bronsverðlauna betri stöðu í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Skemmst er frá því að segja að Lyngby vann afar öruggan 0-3 sigur en Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby og stóð sig vel.

Sjá einnig

Hallgrímur Jónasson í nærmynd – Mestu vonbrigðin að fara ekki á EM

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó