Prenthaus

Hallgrímur Jónasson framlengir við KAMynd: Heimasíða KA/ka.is

Hallgrímur Jónasson framlengir við KA

Hallgrímur Jónasson skrifaði í gær undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum. Þetta kemur fram á vef KA.

KA endaði í fjórða sæti efstu deildar á nýliðnu tímabili sem er jöfnun á besta árangri KA frá Íslandsmeistaraárinu 1989. Arnar Grétarsson mun áfram stýra liðinu en hann og Hallgrímur hafa unnið ákaflega vel saman og mikilvægt að halda því samstarfi áfram. „Hallgrímur gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2018 hefur leikið 29 leiki í deild og bikar fyrir félagið og gert í þeim eitt mark. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sumarið 2020 og spilaði því ekki á nýliðnu tímabili. Það verður því heldur betur gaman að sjá hann aftur á vellinum á því næsta,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA.

UMMÆLI

Sambíó