Múlaberg

Hallgrímur Mar orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KAMynd: KA

Hallgrímur Mar orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA. Hallgrímur slóg metið í sigurleiknumm gegn Leikni í vikunni.

Hallgrímur hefur spilað 232 leiki fyrir KA í deildar- og bikarkeppnum. Hann hefur farið frábærlega af stað í sumar en hann hélt upp á daginn gegn Leikni með tveimur mörkum.

KA menn eru með sjö stig eftir þrjá leiki í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu líkt og FH í efsta sæti deildarinnar. Hallgrímur hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Sambíó

UMMÆLI