Prenthaus

Hallgrímur orðinn markahæsti leikmaður í sögu KAMynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Hallgrímur orðinn markahæsti leikmaður í sögu KA

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar Knattspyrnufélags Akureyrar. Hallgrímur skoraði tvö mörk í sigri KA á Keflavík á Greifavellinum í gær og sló metið.

Hann hefur nú gert 74 mörk fyrir KA í deild og bikar en auk þess að vera markahæstur í sögu félagsins er hann einnig leikjahæsti leikmaður félagsins sem og markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.

„Þessi magnaði kappi er ákaflega vel að þeim heiðri kominn að bera öll þessi félagsmet hjá KA og óskum við honum innilega til hamingju með áfangana og hlökkum til að sjá hann halda áfram að bæta metin,“ segir í tilkynningu KA.

UMMÆLI

Sambíó