Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa 310 kílómetra í apríl, líkt og hann gerði á síðasta ári, til þess að vekja athygli á og safna áheitum/styrkjum fyrir knattspyrnulið kvenna á Akureyri, Þór/KA og Hamrana. Haraldur greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
„Í fyrra valdi ég þessa vegalengd út frá því hve mörg pör af sokkum stelpurnar seldu í fjáröflunarskyni í febrúar/mars. Þær seldu 310 pör, ég hljóp 310 kílómetra. Nú var að vísu ekki sokkasala í upphafi árs og því vel ég bara sömu vegalengd aftur. Ég hljóp 310 kílómetra á einum mánuði í fyrra, veit núna að ég get það og er í betra formi nú en þá. Í fyrra gat ég það kannski af því að ég var of vitlaus til að vita að ég gæti það ekki. Núna get ég það af því að ég hef gert það áður,“ skrifar Haraldur.
Hægt er að fylgjast með daglegri framvindu á Instagram (@Halli_Ingolfs) og Facebook-síðunni Hlauptu, Halli, hlauptu og styrkja verkefnið í gegnum eftirfarandi reikninga:
0566-26-2777, kt. 2806632639 (reikningur Haralds, allir styrkir renna óskiptir inn á reikning hjá Þór/KA).
0566-26-6004, kt. 6409091020 (Styrkarfélag Þórs/KA)
UMMÆLI