NTC netdagar

Handtekinn fyrir að keyra á ógnarhraða á götum Akureyrar

Maður ók á ofsahraða á mótorhjóli um Akureyrarbæ undir morgun. Lögreglunni á Akureyri bárust tilkynningar um manninn og fór því að leita hans.

Þegar lögregla sá vítavert aksturslag og hraða mannsins var ákveðið að of mikil áhætta fælist í því að reyna að aka í veg fyrir hann og stöðva og því komst maðurinn undan.

Samkvæmt frétt Vísis vöknuðu síðan grunsemdir um hver maðurinn væri og var hann handtekin í morgun á leið til vinnu. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó